Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   sun 02. maí 2021 12:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Myndir og myndband: Fylkismenn ósáttir við rauða spjaldið
Lítur saklaust út á þessari mynd
Lítur saklaust út á þessari mynd
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Unnar Steinn Ingvarsson fékk að líta rauða spjaldið í frumraun sinni í efstu deild þegar hann fékk sitt annað gula spjald með stuttu millibili í leik Fylkis og FH í gær. Unnar gekk í raðir Fylkis í vetur frá uppeldisfélaginu Fram.

Fyrra spjaldið fékk miðjumaðurinn á 34. mínútu fyrir brot á Herði Ingi Gunnarssyni úti við hliðarlínu og virtist Unnar mjög hissa á því spjaldi. Á 35. mínútu fór hann svo í skallaeinvígi við Eggert Gunnþór Jónsson og fékk seina gula spjaldið einni og hálfri mínútu eftir það fyrra. Dómari leiksins, Erlendur Eiríksson, lyfti því upp rauða spjaldinu og Unnar Steinn þurfti að yfirgefa völlinn.

„Fær sitt seinna gula og þar með rautt, fer upp í skallabolta með Eggerti Gunnþóri og er dæmdur brotlegur og fær sitt seinna gula. Þetta er virkilega harður dómur!" skrifaði Stefán Marteinn Ólafsson sem textalýsti leiknum.

Stefán gaf Erlendi fimm í dómaraeinkunn í skýrslu sinni eftir leik: „Fylkismenn vilja væntanlega gefa málaranum falleinkun en ég ætla leyfa honum að njóta vafans. 2 stórir dómar sem Fylkismenn eru alls ekki sáttir með, vítið og rauða spjaldið," skrifaði Stefán.

„Okkur finnst þetta vera mjög ódýr gul spjöld. Einhvers staðar verða hendurnar á leikmönnum að vera og það verða mörg rauð spjöld í deildinni ef þetta er alltaf rautt eða gult fyrir allt svona þegar leikmaður fer í skallaeinvígi. Ég á eftir að sjá þetta aftur en mér fannst þetta svona við fyrstu sýn afskaplega lítið og svo hoppa menn upp í skalla einvígi allan leikinn eftir það á svipaðan hátt svo mér fannst þetta voðalega lítið. Ég hefði alla vega ekki verið oft sjálfur inni á vellinum ef þetta hefði verið gult spjald í hvert einasta skipti," sagði Atli Sveinn Þórarinsson, annar af þjálfurum Fylkis, í viðtali eftir leikinn.

Spjaldadómana má sjá hér að neðan og myndir af atvikinu hér til hliðar. Jóhannes Long tók myndirnar fyrir Fótbolta.net.



Sjá einnig:
Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin gær (Vísir/Stöð 2)
Atli Sveinn: Ég hefði ekki verið oft inni á vellinum ef þetta er gult
Athugasemdir
banner
banner
banner