Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 02. júní 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Hallvarður Sigurðarson (Fjölnir)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórður Ingason.
Þórður Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Sigurðarson.
Aron Sigurðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Torfi Tímóteus Gunnarsson.
Torfi Tímóteus Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Árni Gunnarsson.
Jóhann Árni Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallvarður Óskar Sigurðarson lék sína fyrstu mótsleiki með Vængjum Júpíters sumarið 2017 og lék svo átta leiki með Fjölni í Pepsi-deildinni sumari síðar. Í fyrra lék hann svo tíu leiki í 1. deildinni.

Hallvarður á enn eftir að skora í mótsleik en hann skoraði tvö mörk gegn Val í Lengjubikarnum í vetur. Tómas Þór Þórðarson valdi Hallvarð sem besta leikmann Fjölnis í ótímabærri spá útvarpsþáttarins Fótbolta.net í maí. Í dag sýnir Hallvarður á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Hallvarður Óskar Sigurðarson

Gælunafn: LeBron halli

Aldur:21

Hjúskaparstaða: Pikk föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2017 með vængjum Júpíters

Uppáhalds drykkur: Tropical nocco

Uppáhalds matsölustaður: Wok on

Hvernig bíl áttu: Hyundai i10

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Strákarnir, það er fjallageitin

Uppáhalds tónlistarmaður: The peanut

Fyndnasti Íslendingurinn: 2011 Gilsi vá

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Þrist, daim og jarðaber

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: „Mundu að læsa“

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Opinn fyrir öllu

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Keppti við Þórð Ingason í oneonone í körfu og gæinn er blanda af Dennis Rodman og Klay Thompson, alvöru ruslakall sem getur skotið

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Sigfús Heimisson

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Enginn sem kemur upp í hausinn

Sætasti sigurinn: Að verða bikarmeistari í 2 flokk

Mestu vonbrigðin: Að falla 2018

Uppáhalds lið í enska: Man u

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Doddi Inga alvöru spilari

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Haugur af þeim

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Aron Sigurðarson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Veit ekki

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Leo messi steingeit

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Eysteinn Þorri var rosalegur á sínum tíma

Uppáhalds staður á Íslandi: Pottur 1 í Grafarvogslaug

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar ég Jóhann vorum að hita upp og hann pungaði Magga Bö það var fyndið

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Fer með bænirnar

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: NBA maður mikill

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike phantom

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Nokkuð slakur í öllu

Vandræðalegasta augnablik: Nýliðavígslan hjá Fjölni það var slæmt

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Þórð Inga það er meistari, svo myndi ég taka Torfa hann er snjall og Aron brósa

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Bestur á landinu í 2k

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Fyrrum samherji minn hann Þórður Inga hélt að hann væri alvöru hrotti en fínasti gæi eftir allt

Hverju laugstu síðast: Laug að kærustunni að maturinn hefði verið góður

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun

Ef þú fengir eina spurning til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Dodda Inga hvernig hann nenni að vera svona myndarlegur

Þú getur keypt Hallvarð í Draumaliðsdeild Eyjabita - Smelltu hér til að taka þátt!
Athugasemdir
banner
banner