Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 11. maí 2020 16:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Spáðu hver verður bestur í hverju liði í Pepsi Max
Verður Kristján Flóki bestur hjá KR?
Verður Kristján Flóki bestur hjá KR?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmaður Vals.
Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmaður Vals.
Mynd: Hulda Margrét
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardaginn fóru Elvar Geir og Tómas Þór yfir ótímabæra spá fyrir Pepsi Max-deild karla.

Meðfram spá um lokastöðu tímabilsins spáðu þeir því hver yrði bestur í hverju liði deildarinnar

KR-ingum er spáð Íslandsmeistaratitlinum en Elvar spáir því að sóknarmaðurinn Kristján Flóki Finnbogason verði besti leikmaður liðsins á sínu öðru tímabili í Vesturbænum. Tómas telur að fyrirliðinn Óskar Örn Hauksson haldi áfram að eldast eins og gott rauðvín.

Hér að neðan má sjá spádóma þáttarins en hægt er að hlusta á umræðuna sjálfa í spilaranum neðst í fréttinni eða í gegnum Podcast forrit.

1. KR
Elvar Geir: Kristján Flóki Finnbogason
Tómas Þór: Óskar Örn Hauksson

2. Valur
Elvar Geir: Hannes Þór Halldórsson
Tómas Þór: Kristinn Freyr Sigurðsson

3. Breiðablik
Elvar Geir: Höskuldur Gunnlaugsson
Tómas Þór: Thomas Mikkelsen (Viktor Karl Einarsson)

4. Víkingur
Elvar Geir: Óttar Magnús Karlsson
Tómas Þór: Júlíus Magnússon

5. FH
Elvar Geir: Morten Beck (Björn Daníel Sverrisson)
Tómas Þór: Jónatan Ingi Jónsson (Baldur Sigurðsson)

6. Stjarnan
Elvar Geir: Hilmar Árni Halldórsson
Tómas Þór: Hilmar Árni Halldórsson

7. KA
Elvar Geir: Hallgímur Jónasson
Tómas Þór: Hallgrímur Mar Steingrímsson

8. Fylkir
Elvar Geir: Valdimar Þór Ingimundarson
Tómas Þór: Valdimar Þór Ingimundarson

9. ÍA
Elvar Geir: Tryggvi Hrafn Haraldsson
Tómas Þór: Tryggvi Hrafn Haraldsson

10. HK
Elvar Geir: Valgeir Valgeirsson
Tómas Þór: Valgeir Valgeirsson

11. Grótta
Elvar Geir: Hákon Rafn Valdimarsson
Tómas Þór: Hákon Rafn Valdimarsson

12. Fjölnir
Elvar Geir: Jóhann Árni Gunnarsson
Tómas Þór: Hallvarður Óskar Sigurðarson

Ótímabær spá fyrir Pepsi Max byggð á sandi - Blaut tuska fyrir Fjölni
Athugasemdir
banner
banner
banner