RÚV fékk öflugan hóp álitsgjafa til að velja glæsilegasta merki íþróttafélaga á Íslandi. Var það merki KR sem var þar efst á blaði hjá flestum.
„Íkónískt og auðvitað hringlaga sem er vanmetið. Gamli reimaði boltinn. Þetta er boltinn sem Bjarni Fel og Ellert Schram notuðu í þriðja flokki á Melavellinum. Áberandi stafirnir halla yfir knöttinn. Þetta verður ekki klassískara," segir Jóhann Alfreð Kristinsson, þáttastjórnandi Heilahristings og uppistandari, um merki KR.
Valur vermir annað sætið og það með nýrri uppfærslu á merkinu sem ráðist var í á árinu.
Í þriðja sæti er merki FH en Berglind Festival setti það merki númer eitt hjá sér. „Langflottasta lógóið. Þvílík grafísk negla sem kemur ógeðslega vel út á treflum og derhúfum, sem er náttúrulega ótrúlega mikilvægt í þessum bransa," sagði Berglind.
ÍA er í fjórða sæti og KV í því fimmta en hér má sjá listann í heild sinni.
Athugasemdir