Guðmundur Benediktsson, Jacob Schoop, Magnús Máni Kjærnested, Bjarni Guðjónsson, Sören Frederiksen og Henrik Bödker í nýja grasagarðinum í Cork í morgun.
KR hefur framlengt samning sinn við danska miðjumanninn og Jacob Schoop og ljóst er að hann verður hjá félaginu til áramóta að minnsta kosti.
Jacob kom til KR í vor en hann hefur verið einn besti leikmaður tímabilsins í Pepsi-deildinni.
Nú er ljóst að Jacob klárar tímabilið með KR en orðrómur hafði verið um að hann myndi mögulega fara frá félaginu aftur til Danmerkur.
Jacob kom til KR í vor en hann hefur verið einn besti leikmaður tímabilsins í Pepsi-deildinni.
Nú er ljóst að Jacob klárar tímabilið með KR en orðrómur hafði verið um að hann myndi mögulega fara frá félaginu aftur til Danmerkur.
Landi hans Sören Frederiksen hefur einnig framlengt samning sinn við KR. Sören gerði eins árs samning við KR í vetur með möguleika á árs framlengingu.
Sören hefur nú samið út næsta tímabil en hann hefur skorað þrjú mörk í ellefu leikjum í Pepsi-deildinni og Borgunarbikarnum í sumar.
„Við KR-ingar eru geysilega ánægðir með þessa niðurstöðu enda báðir leikmennirnir staðið sig vel og fallið afar vel inn í leikmannahóp okkar," sagði Kristinn Kjærnested formaður KR við Fótbolta.net í morgun.
Gengið var frá samningunum í Írlandi en KR mætir Cork í Evrópudeilidinni í dag.
Í gær samdi KR einnig við framherjann Hólmbert Friðjónsson eins og komið hefur fram.
Athugasemdir