Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
   fim 02. júlí 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn í dag - Real Madrid mætir Getafe
33. umferð spænska deildartímabilsins lýkur í kvöld og getur Real Madrid aukið forystuna á toppnum upp í fjögur stig með sigri gegn Getafe.

Real er á fleygiferð og búið að vinna fimm leiki í röð en það sama er ekki hægt að segja um Getafe sem er aðeins með einn sigur í síðustu fimm leikjum.

Getafe er þrátt fyrir það með fínasta lið og situr í sjötta sæti sem stendur, sem er Evrópusæti.

Áður en viðureignin fer af stað munu tveir aðrir leikir fara fram. Real Sociedad mætir botnliði Espanyol og Eibar spilar við Osasuna.

Sociedad er búið að tapa fjórum í röð og vonast til að snúa því slaka gengi við í dag gegn liði sem er tíu stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Leikir dagsins:
17:30 Real Sociedad - Espanyol
17:30 Eibar - Osasuna
20:00 Real Madrid - Getafe (Stöð 2 Sport 2)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 12 10 1 1 26 10 +16 31
2 Barcelona 12 9 1 2 32 15 +17 28
3 Villarreal 12 8 2 2 24 10 +14 26
4 Atletico Madrid 12 7 4 1 24 11 +13 25
5 Betis 12 5 5 2 19 13 +6 20
6 Espanyol 12 5 3 4 15 15 0 18
7 Athletic 12 5 2 5 12 13 -1 17
8 Getafe 12 5 2 5 12 14 -2 17
9 Sevilla 12 5 1 6 18 19 -1 16
10 Alaves 12 4 3 5 11 11 0 15
11 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
12 Vallecano 12 4 3 5 12 14 -2 15
13 Celta 12 2 7 3 15 18 -3 13
14 Real Sociedad 12 3 4 5 14 17 -3 13
15 Mallorca 12 3 3 6 12 18 -6 12
16 Osasuna 12 3 2 7 9 13 -4 11
17 Valencia 12 2 4 6 11 21 -10 10
18 Girona 12 2 4 6 11 24 -13 10
19 Levante 12 2 3 7 16 23 -7 9
20 Oviedo 12 2 2 8 7 20 -13 8
Athugasemdir