Róbert Hauksson (Þróttur)

„Hann var algjörlega geggjaður í þessum leik," sagði Tómas Þór Þórðarson um Róbert Hauksson þegar rætt var um 3-0 útisigur Þróttara gegn Selfyssingum í útvarpsþættinum Fótbolti.net.
Róbert, sem er 19 ára gamall, er leikmaður 14. umferðar Lengjudeildarinnar.
„Tvær stoðsendingar og mark. Það þarf ekki að ræða þetta frekar. Líflegur allan leikinn," sagði í skýrslunni hér á Fótbolta.net þar sem Róbert var valinn maður leiksins.
Sjá einnig:
Úrvalslið 14. umferðar Lengjudeildarinnar
Róbert, sem er 19 ára gamall, er leikmaður 14. umferðar Lengjudeildarinnar.
„Tvær stoðsendingar og mark. Það þarf ekki að ræða þetta frekar. Líflegur allan leikinn," sagði í skýrslunni hér á Fótbolta.net þar sem Róbert var valinn maður leiksins.
Sjá einnig:
Úrvalslið 14. umferðar Lengjudeildarinnar
„Þessi strákur er 2001 módel, hrikalega öflugur. Mjög svo spennandi leikmaður og ég get alveg trúað því að það séu nokkur félög í efstu deild með augun á þessum leikmanni," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum.
„Það eru nokkrir þarna nokkuð spennandi. Við þurfum að gefa Þrótturum alvöru prik fyrir að hafa unnið þennan leik. Þeir mæta í þennan leik og kreista ekki fram sigur heldur setja bestu 90 mínúturnar sínar í sumar í þennan alvöru sex stiga leik. Þeir pakka Selfyssingunum saman," segir Tómas Þór.
Róbert klúðraði vítaspyrnu á mikilvægum tímapunkti í leik um daginn en steig svo sannarlega upp í þessum lífsnauðsynlega sigri Þróttara gegn Selfyssingum. Tap í leiknum hefði farið langt með að fella Þrótt en sigurinn gerir það að verkum að liðið er bara tveimur stigum frá Selfossi sem er í öruggu sæti.
Leikmenn umferðarinnar í Lengjudeildinni:
12. umferð: Halldór Páll Geirsson (ÍBV)
11. umferð: Björn Axel Guðjónsson (Grótta)
10. umferð: Albert Hafsteinsson (Fram)
9. umferð: Kairo Edwards-John (Þróttur)
8. umferð: Alvaro Montejo (Þór)
7. umferð: Sigurður Bjartur Hallsson (Grindavík)
6. umferð: Davíð Þór Ásbjörnsson (Kórdrengir)
5. umferð: Kyle McLagan (Fram)
4. umferð: Albert Hafsteinsson (Fram)
3. umferð: Gonzalo Zamorano (ÍBV)
2. umferð: Kristófer Óskar Óskarsson (Afturelding)
1. umferð: Pétur Theodór Árnason (Grótta)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir