Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 02. ágúst 2021 15:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Blikar búnir að tryggja sér um 125 milljónir
ÚR leik Racing og Breiðabliks.
ÚR leik Racing og Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Með árangri sínum í hinni nýju Sambandsdeild UEFA hefur Breiðablik tryggt sér nú þegar um 125 milljónir íslenskra króna. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.

„Þeir eru með 550 þúsund evrur fyrir að komast í þriðju umferðina, plús 100 þúsund evrur á hverja umferð. Þeir eru komnir yfir 800 þúsund evrur," segir Þórir Hákonarson, fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ, í þættinum.

Sambandsdeildin var búin til sem þriðja Evrópukeppnin, fyrir neðan Meistaradeildina og Evrópudeildina. Þórir er hrifinn af þessu fyrirkomulagi.

„Þessi keppni gefur minni liðum í Evrópu möguleika á að ná í verulegar tekjur með því að taka þátt í Evrópukeppni. Það eru umtalsverðar upphæðir í boði í þessari deild. Gatið á milli ríkustu og fátækustu liða hafa alltaf verið að stækka og hingað til verið lítill möguleiki fyrir minni liðin að ná í peninga."

Breiðablik hefur slegið út Racing FC frá Lúxemborg og austurríska stórliðið Austria Vín. Á fimmtudag leikur liðið fyrri leik sinn gegn Aberdeen frá Skotlandi.

„Eftir því sem ég kynni mér þessa keppni betur þá lýst mér alltaf betur og betur á hana," segir Þórir en hægt er að hlusta á útvarpsþáttinn í spilaranum hér að neðan eða í hlaðvarpsveitum.
Útvarpsþátturinn - Blikar í banastuði og peningarnir í íslenska boltanum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner