Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 02. október 2021 17:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ási Arnars tekur við Breiðabliki (Staðfest)
Verður á hliðarlínunni gegn PSG
Mynd: Blikar.is/Knattspyrnudeild Breiðabliks
Ásmundur Arnarsson er tekinn við sem þjálfari kvennaliðs Breiðabliks skrifar undir þriggja ára samning. Þetta kemur fram á blikar.is

Breiðablik endaði í 2. sæti í Pepsi Max-deildinni í ár en varð Mjólkurbikarmeistari í gær með sigri gegn Þrótti.

Félagið staðfesti í síðasta mánuði að Vilhjálmur myndi láta af störum eftir tímabilið en hann mun stýra liðinu í síðasta sinn gegn PSG í Meistaradeildinni á miðvikudaginn 6. október og Ásmundur verður í þjálfarateymi liðsins í þeim leik.

Ásmundur hætti með karlalið Fjölnis eftir að honum mistókst að koma liðinu upp í efstu deild en liðið endaði í 3. sæti Lengjudeildarinnar í ár.
Athugasemdir
banner
banner