Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 02. nóvember 2019 10:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lampard um Giroud: Ef hann vill fara þá ræðum við þann möguleika
Giroud í baráttunni við Guðlaug Victor Pálsson í landsleik í október.
Giroud í baráttunni við Guðlaug Victor Pálsson í landsleik í október.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frank Lampard tók í sumar við sem stjóri Chelsea. Lampard stýrði Derby í umspilið í Championship deildinni í fyrra og hefur hann farið vel af stað með Chelsea.

Lampard hefur um þrjá gæða framherja að velja fyrir hvern einasta leik. Hingað til hefur Tammy Abraham verður fremstur í goggunarröðinni og þar á eftir kemur Mitchy Batshuayi. Olivier Giroud hefur þurft að vera aftastur í röðinni til þessa.

Franski landsliðsframherjinn er ekki hrifinn af þeim takmörkuðu mínútum sem hann hefur fengið og hann er sagður vilja yfirgefa félagið í janúar. Giroud vill fá mínútur til að halda sæti sínu í byrjunarliði franska landsliðsins.

„Þetta er erfitt fyrir mig og þetta er erfitt fyrir hann," sagði Lampard í vikunni.

„Ég þarf að hugsa um alla leikmenn liðsins og ég verð að velja liðið sem ég tel best hverju sinni. Þeir verða á sama tíma að hugsa um sín landslið, ég skil það vel."

„Ég get ekki sett út á viðhorf framherjanna þriggja en ef það kemur upp að einhver leikmannanna minna vill fara þá setjumst við niður og ræðum málin. Á þessum tímapunkti hefur ekki komið til þess."


Chelsea heimsækir botnlið Watford klukkan 17:30 í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner