Óhugnanleg atburðarás átti sér stað í leik Fiorentina og Inter í gær en leik var hætt eftir að Edoardo Bove, leikmaður Fiorentina, hneig niður og missti meðvitund.
Þessi 22 ára leikmaður var fluttur á gjörgæsludeild sjúkrahúss í Flórens. Hann komst aftur til meðvitundar á spítalanum og gat stýrt öndun sinni sjálfur.
La Repubblica segir að Bove sé byrjaður að tjá sig og hafi sagt 'Þakkir til ykkar allra' við fjölskyldu og starfsfólk sjúkrahússins. Miðað við fyrstu niðurstöður úr skoðun virðist hann ekki hafa orðið fyrir neinum skaða á taugakerfinu eða líffærum.
Þessi 22 ára leikmaður var fluttur á gjörgæsludeild sjúkrahúss í Flórens. Hann komst aftur til meðvitundar á spítalanum og gat stýrt öndun sinni sjálfur.
La Repubblica segir að Bove sé byrjaður að tjá sig og hafi sagt 'Þakkir til ykkar allra' við fjölskyldu og starfsfólk sjúkrahússins. Miðað við fyrstu niðurstöður úr skoðun virðist hann ekki hafa orðið fyrir neinum skaða á taugakerfinu eða líffærum.
Bove hefur fengið hlýjar kveðjur úr fótboltaheiminum og liðsfélagi hans, Albert Guðmundsson, er meðal manna sem hafa sent honum kveðju.
Eins og áður segir var leik hætt en ítalskir fjölmiðlar segja líklegast að hann verði spilaður í febrúar.
Athugasemdir