Leik Fiorentina og Inter hefur verið frestað eftir að Edoardo Bove, leikmaður Fiorentina, hneig niður eftir sautján mínútur.
Ítalski miðjumaðurinn var að reima skó sína á meðan VAR skoðaði mögulega rangstöðu í marki Lautaro Martínez áður en hann hrundi í grasið.
Leikmenn og sjúkrateymi Fiorentina náði að bregðast við um leið, en hugað var að Bove næstu mínútur áður en hann var fluttur á sjúkrahús.
Sky Italia segir að Bove sé kominn með meðvitund og er nú á leið í frekari rannsóknir.
Leiknum hefur verið frestað en ekki er búið að finna nýjan leiktíma. Þetta kemur fram í yfirlýsingu ítölsku deildarinnar.
Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson var í hópnum í fyrsta sinn í þessum mánuði en hann er að snúa aftur úr meiðslum.
Forza Edo. Siamo con te! #FiorentinaInter pic.twitter.com/jEQqi5V3fH
— Lega Serie A (@SerieA) December 1, 2024
Athugasemdir