Chiesa mögulegur arftaki Kvaratskhelia - Delap og Zirkzee orðaðir við Juventus
   sun 01. desember 2024 18:10
Brynjar Ingi Erluson
Liðsfélagi Alberts hneig niður - Leik hætt
Mynd: Getty Images
Leik Fiorentina og Inter hefur verið frestað eftir að Edoardo Bove, leikmaður Fiorentina, hneig niður eftir sautján mínútur.

Ítalski miðjumaðurinn var að reima skó sína á meðan VAR skoðaði mögulega rangstöðu í marki Lautaro Martínez áður en hann hrundi í grasið.

Leikmenn og sjúkrateymi Fiorentina náði að bregðast við um leið, en hugað var að Bove næstu mínútur áður en hann var fluttur á sjúkrahús.

Sky Italia segir að Bove sé kominn með meðvitund og er nú á leið í frekari rannsóknir.

Leiknum hefur verið frestað en ekki er búið að finna nýjan leiktíma. Þetta kemur fram í yfirlýsingu ítölsku deildarinnar.

Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson var í hópnum í fyrsta sinn í þessum mánuði en hann er að snúa aftur úr meiðslum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner