PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
   mán 02. desember 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Bove á gjörgæslu en líðan hans stöðug
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Fiorentina hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ítalska miðjumannsins Edoardo Bove en félagið segir ástand hans stöðugt og að niðurstöður úr fyrstu rannsóknum lofi góðu.

Bove hneig niður snemma leiks gegn Inter í Seríu A í gær og var leikurinn stöðvaður í kjölfarið.

Þessi 22 ára gamli leikmaður var fluttur með sjúkrabíl á spítala sem var í grenndinni. Hann komst aftur til meðvitundar á spítalanum og gat stýrt öndun sinni sjálfur.

„ACF Fiorentina og Careggi-spítalann hafa tilkynnt að fótboltamaðurinn Edoardo Bove, sem var hugað að á vellinum eftir að hafa misst meðvitund í leik Fiorentina og Inter, er á róandi lyfjum á gjörgæslu. Fiorentina-maðurinn mætti á spítalann og var blóðflæðið í æðakerfinu stöðugt og þá sýndu hjarta- og tauga rannsóknir niðurstöður sem útiloka bráðar skemmdir á miðtaugakerfinu og hjarta- og lungnakerfinu.

„Bove verður aftur skoðaður á næstu 24 tímum,“
segir í yfirlýsingunni.

Ekki hefur komið fram hvenær leikur Fiorentina og Inter verður spilaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner