Mohamed Salah er fastakúnni í slúðurpakkanum um þessar mundir. BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum og víðar.
Paris St-Germain hefur rætt við egypska framherjann Mohamed Salah (32) og vill fá hann á frjálsri sölu þegar samningur hans við Liverpool rennur út í lok leiktíðar. (L'Equipe)
Arsenal, Liverpool, Chelsea og Tottenham fylgjast með Jamie Gittens (20), enskum U21 landsliðsframherja Borussia Dortmund. (Florian Plettenberg)
Manchester United, Tottenham, Barcelona og Paris St-Germain sendu útsendara til að horfa á egypska framherjann Omar Marmoush (25) spila með Eintracht Frankfurt í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. (Mirror)
Bournemouth mun íhuga tilboð í Antoine Semenyo (24) í sumar, en Liverpool er meðal þeirra félaga sem hafa áhuga á ganverska framherjanum. (Football Insider)
Arsenal er komið langt í viðræðum við Roberto Olabe hjá Real Sociedad um að taka við af Edu sem yfirmaður fótboltamála. (Footmercato)
Bournemouth, Brentford og Southampton eru að horfa til portúgalska framherjans Fabio Silva (22) sem er á láni hjá Las Palmas frá Wolves. (Fichajes - á spænsku, ytri)
Liverpool vonast til að vinna baráttuna við Manchester United um ungverska bakvörðinn Milos Kerkez (21) í janúar. Bournemouth metur hann á 40 milljónir punda. (CaughtOffside)
Newcastle er tilbúið að selja hægri bakvörðinn Kieran Trippier (34) í janúar. (Football Insider)
Al-Hilal ætlar að keppa við Arsenal um að fá Alberto Moleiro (21), spænskan kantmann Las Palmas. (Teamtalk)
Luton, sem er í erfiðleikum í botnbaráttu Championship-deildarinnar, þyrfti að borga allt að 1,5 milljónir punda ef félagið rekur Rob Edwards. Hann gerði fjögurra ára samning í sumar. (Sun)
Athugasemdir