Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk er Al Nassr vann Milos Milojevic og lærisveina hans í Al Wasl, 4-0, í Meistaradeild Asíu í kvöld. Ronaldo er nú kominn með 923 mörk á ferlinum.
Portúgalinn skoraði fyrra mark sitt í leiknum úr vítaspyrnu og það síðara gerði hann með kröftugum skalla eftir fyrirgjöf Sadio Mane frá vinstri.
Draumurinn um að komast í þúsund mörk lifir góðu lífi en hann þarf aðeins 77 í viðbót til að ná því afreki. Ronaldo fagnar fertugsafmæli sínu á miðvikudag og er ekkert sem bendir til þess að hann sé að fara hætta á næstunni.
Al Nassr er með 16 stig í 3. sæti í deildarkeppni Meistaradeildarinnar, þremur stigum frá toppliði Al Ahli. Milos og hans menn í Al Wasl eru á meðan í 5. sæti með 11 stig.
CRISTIANO RONALDO WHAT A HEADER! ????
— TC (@totalcristiano) February 3, 2025
pic.twitter.com/pt3pe1sjWI https://t.co/mN384Utxpz
Athugasemdir