Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
   mán 03. febrúar 2025 10:39
Elvar Geir Magnússon
Slot sallarólegur á gluggadeginum
Arne Slot, stjóri Liverpool.
Arne Slot, stjóri Liverpool.
Mynd: Liverpool
„Liverpool og stjórinn Arne Slot eru í þeirri lúxusaðstöðu að geta í rólegheitum fylgst með keppinautum sínum leita að liðsauka á markaðnum á meðan klukkan tifar," segir Phil McNulty, yfirmaður fótboltafrétta hjá BBC.

Það er allt með kyrrum kjörum hjá toppliði ensku úrvalsdeildarinnar enda gengið afskaplega gott á tímabilinu.

„Það er ekki búist við neinum fréttum á Anfield, nema einhverjir ungir leikmenn gætu farið á láni. Liverpool fékk gagnrýni fyrir rólegheit á markaðnum eftir komu Slot, sérstaklega eftir að Martin Zubimendi kom ekki frá Real Sociedad."

„Liðið hefur verið frábært í úrvalsdeildinni og í Meistaradeildinni. Þeir geta rýnt í styrkleika hópsins síns án þess að gera einhver tilboð í glugganum."

Gluggadagurinn er í fullum gangi. Glugganum verður lokað á Englandi klukkan 23:00 og á sama tíma á Spáni og Ítalíu. Í Þýskalandi verður lokað klukkan 17 og í Frakklandi klukkan 22.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
7 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
8 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
14 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
15 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner