Leao orðaður við Liverpool - Bayern lækkar verðmiðann á Coman - Nunez vildi fara í janúar
   fös 03. júní 2022 15:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fannst Óskar mjög skrítinn í sjónvarpinu - Trúir 100% á hugmyndafræðina
Óskar Hrafn
Óskar Hrafn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagur Dan
Dagur Dan
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Óskar og Dóri
Óskar og Dóri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Dagur Dan Þórhallsson hefur spilað vel hjá Breiðabliki í upphafi tímabils. Dagur kom til Breiðabliks eftir að hafa spilað með Fylki á síðasta tímabili.

Hlutverk Dags stækkaði mikið þegar Viktor Karl Einarsson meiddist í maí og síðan hefur Dagur byrjað alla leiki. Hann hefur komið við sögu í öllum átta leikjum Blika og skorað tvö mörk, einu marki meira en hann skoraði með Fylki í fyrra.

Dagur var gestur í hlaðvarpsþættinum Ungstirnin í vikunni og ræddi um tímann til þessa í Breiðabliki.

Var tilbúinn að sitja á bekknum hjá Breiðabliki
„Ég vissi alveg að ég myndi getað plumað mig vel í þetta góðu liði ef ég myndi fá séns, þá gæti ég stigið upp og orðið jafngóður ef ekki betri en margir í liðinu. Ég hugsaði strax þegar það kom einhver áhugi frá Breiðabliki að ég væri klár í það," sagði Dagur.

Hann segir að ÍBV hafi einnig haft áhuga á sér sem og Fylkir. „Óskar er geggjaður þjálfari, með sturlaða hugmyndafræði sem ég trúi 100% á. Ég hugsaði að mér væri sama þótt ég yrði á bekknum, ég fengi allavega að læra spila fótbolta. Ég var bara 100% klár."

Sjá einnig:
Dagur Dan: Leist bara langbest á Breiðablik

Dagur hafði heyrt af áhuga Breiðabliks á meðan síðasta tímabil var í gangi. Hann segir að það hafi komið sér eilítið á óvart að Breiðablik vildi fá sig. „Mér fannst síðasta tímabil ekki vera gott tímabil og ég vissi að ég gat gert miklu betur."

Breiðablik keypti Dag frá Mjöndalen í Noregi. Dagur sagði frá því að það væri jafnvel meiri fagmennska í kringum hlutina hjá Breiðabliki heldur en hjá norska félaginu sem var í efstu deild þegar Dagur var leikmaður liðsins.

„Við í Breiðabliki eru með mjög góða leikmenn í öllum stöðum. Þegar ég kom sá ég leikmenn á borð við Viktor Karl, Gísla og Oliver og sá að ég væri ekkert að fara koma inn í liðið strax. Það var í fyrsta skiptið sem ég hugsaði að ég ætlaði mér bara að koma inn í hópinn, læra af leikmönnum sem væru í þeirri stöðu sem ég er í með því að horfa á þá."

„Ég var búinn að spila eiginlega alla leiki á undirbúningstímabilinu og búinn að standa mig fínt. Svo var mér sagt að ég væri á bekknum í fyrsta leik og þá hugsaði ég bara ekkert mál, að ég myndi taka sénsinn þegar hann gæfist. Tækifærið kom uppá Skaga og ég náði að skora sem hjálpaði sjálfstraustinu. Ég skoraði svo aftur gegn Stjörnunni og síðan hefur mér fundist ég vera í takti."

„Fótbolti snýst svo ótrúlega mikið um sjálfstraust og allt í einu poppaði það inn."

„Ég var búinn að hugsa að þetta yrði tímabil þar sem ég væri að koma inn í nokkra leiki, spila nokkrar mínútur og ætlaði ekki að setja einhverjar gígantískar kröfur á sjálfan mig. Í liðinu voru Viktor Karl og Gísli Eyjólfs sem hafa sýnt að þeir eru meðal bestu leikmanna deildarinnar. Þá er svo erfitt að setja kröfur á að spila. Síðan kom tækifærið og ég greip það."


Viktor Karl hefur glímt við meiðslu sem og Gísli. „Það er fínt að geta róterað, ef við förum langt í öllum mótum verða þetta í kringum 40 leikir á tímabilinu."

„Skrítnasti maður sem ég hef séð"
Dagur var spurður sérstaklega út í þjálfarann Óskar Hrafn Þorvaldsson.

„Ég man eftir Óskari þegar RÚV var með umfjöllun um íslenska boltann. Þar var hann og Hjörvar Hafliða, þá hugsaði ég að þetta væri skrítnasti maður sem ég hef séð. Svo kemur hann inní klefa og þegar maður talar við hann þá er hann toppgæi og ótrúlega þægilegur. Hann er góður að þekkja manninn."

„Ég held að það sé ástæðan fyrir því að við erum að spila vel. Hann nær að halda öllum við efnið. Ég hugsa að ég myndi hlaupa í gegnum vegg fyrir hann, slík er trúin á það sem hann hefur að segja. Ef hann myndi segja mér að hoppa þúsund sinnum þá myndi ég örugglega gera það."


Telur Dagur að Óskar geti plumað sig erlendis sem þjálfari?

„100%. Það kom frétt um daginn um AGF. Hann er pottþétt á blöðum hjá fullt af öðrum liðum og ég vona bara, svo lengi sem ég er í Breiðabliki, að hann verði þar sem lengst."

Dagur var svo spurður hvort að Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari, væri nákvæmt afrit af Óskari.

„Nei, hann er aðeins öðruvísi. Ótrúlegt en satt þá er hann eiginlega aðeins grimmari. Þeir passa eiginlega fullkomlega saman," sagði Dagur.
Ungstirnin: Sumarglugginn og Dagur Dan gestur
Athugasemdir
banner
banner
banner