Smith Rowe gæti yfirgefið Arsenal - Mörg lið á eftir Toney
   lau 03. júní 2023 20:37
Brynjar Ingi Erluson
Ellefti sigur Ingibjargar - Emilía skoraði fyrir Nordsjælland
watermark Emilía Ásgeirsdóttir skoraði þriðja mark Nordsjælland
Emilía Ásgeirsdóttir skoraði þriðja mark Nordsjælland
Mynd: Getty Images
Ingibjörg Sigurðardóttir og stöllur hennar í Vålerenga unnu ellefta sigur sinn í norsku úrvalsdeildinni er liðið lagði Lyn að velli, 2-0, í dag.

Vålerenga hefur verið í miklu stuði á leiktíðinni en liðið vann ellefta leik sinn af þrettán mögulegum í dag.

Ingibjörg lék allan leikinn í hjarta varnarinnar en liðið er nú með 35 stig á toppnum.

Selma Sól Magnúsdóttir kom inná sem varamaður á 62. mínútu í 2-0 sigri Rosenborg á Brann. Rosenborg er með 26 stig í öðru sæti deildarinnar og með leik til góða á Vålerenga.

Emilía Ásgeirsdóttir skoraði þriðja mark Nordsjællan í 3-1 sigri á Thisted. Emilía er aðeins 18 ára gömul.

Emilía á íslenskan föður og danska móður en hún á marga leiki að baki í yngri flokkum hér á landi með Breiðabliki, Stjörnunni og Val. Hún lék þá einn leik með Augnabliki í Lengjudeildinni sumarið 2020 þegar hún var 15 ára.

Hulda Hrund Arnarsdóttir lék allan leikinn fyrir Thisted.

Kristín Dís Árnadóttir kom þá inná sem varamaður er Bröndby vann 5-0 sigur á Kolding. Hún kom við sögu á 83. mínútu leiksins en Bröndby er í öðru sæti með 56 stig, þremur á eftir HB Köge sem þarf aðeins eitt stig til að verða meistari þriðja árið í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner