banner
   þri 03. ágúst 2021 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Eina leiðin er að þora að vera við sjálfir"
Blikar fagna eftir sigur gegn Víkingi í gær.
Blikar fagna eftir sigur gegn Víkingi í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Scott Brown gegn Häcken.
Scott Brown gegn Häcken.
Mynd: Getty Images
Óskar Hrafn
Óskar Hrafn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mætir skoska liðinu Aberdeen á fimmtudag í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Sá leikur fer fram á Laugardalsvelli.

Sjá einnig:
Blikar þurfa að spila á Laugardalsvelli - Óskar skýtur á Kópavogsbæ

Aberdeen lék á sunnudag sinn fyrsta leik á tímabilinu í skosku úrvalsdeildinni og vann Dundee United, 2-0. Liðið endaði í fjórða sæti deildarinnar á síðasta tímabili. Aberdeen vann sænska liðið Häcken í 2. umferð forkeppninnar, 5-3 samanlagt.

Styrkt sig frá síðasta tímabili
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, ræddi um andstæðinga Blika við Fótbolta.net.

„Þetta er auðvitað öflugt lið, þeir spila 4-4-2 og eru með stóran 'target man', þeir finna hann og vinna í kringum hann. Þeir eru búnir að styrkja liðið frá því á síðasta tímabili. Þeir eru meðal annars búnir að fá Scott Brown sem var fyrirliði Celtic í mörg ár og tvo öfluga framherja," sagði Óskar.

Næstbesta lið Skotlands
„Ég held að Aberdeen horfi í það í dag þeir séu næstbesta liðið í Skotlandi á eftir Rangers svona á meðan Celtic er í einhverri niðursveiflu. Þeir eru með öfluga leikmenn sem eru kraftmiklir, fljótir, mjög beinskeyttir, líkamlega sterkir og alveg ljóst að ef við ætlum að eiga möguleika þurfum við að eiga toppleik."

„Við þurfum allir saman að vera mjög góðir. Það er ekkert annað í stöðunni en að bretta um ermarnar og hjálpast að."


Minna svigrúm fyrir mistök - Þurfa þora að vera þeir sjálfir
Er þetta allt öðruvísi en að spila á móti t.d. Víkingi?

„Já, þetta er það auðvitað vegna þess að leikmennirnir eru öflugri. Maður myndi halda að þeir væru fljótari, stíga fastar til jarðar, þeir refsa fyrir mistök. Ég myndi halda að svigrúmið fyrir mistök væri mun minna en í Pepsi Max-deildinni."

„Í grunninn þá er ekkert annað fyrir okkur en að halda áfam okkar takti, halda áfram að reyna byggja ofan á frammistöðuna í undanförnum leikjum. Eina leiðin til að gera það er að þora að vera við sjálfir, þora að mæta þeim, mæta þeim með kassann úti og ætla að taka frumkvæðið í leiknum."

„Svo þurfum við að sjá hvar nákvæmlega við stöndum gagnvart þeim en við komumst ekkert að því nema við séum við sjálfir,"
sagði Óskar Hrafn að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner