Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 03. ágúst 2021 10:09
Elvar Geir Magnússon
Inter hafnaði 85 milljóna punda tilboði frá Chelsea
Inter hefur hafnað 85 milljóna punda tilboði Chelsea í belgíska sóknarmanninn Romelu Lukaku.

Chelsea vill bæta við sig nýjum sóknarmanni og Lukaku er nú efstur á óskalistanum eftir að Borussia Dortmund útilokaði að selja Erling Haaland í sumar.

Þrátt fyrir að eigendur Inter séu að glíma við meiriháttar fjárhagsörðugleika eru þeir ákveðnir í að halda Lukaku.

Lukaku, sem er fyrrum leikmaður Chelsea, var algjör lykilmaður á síðasta tímabili þegar Inter vann sinn fyrsta Ítalíumeistaratitil síðan 2010.

Samkvæmt frétt BBC er Chelsea tilbúið að bjóða spænska varnarmanninn Marcos Alonso sem hluta af tilboðinu í Lukaku.

Fróðlegt verður að sjá hvort Chelsea, sem vann Meistaradeildina muni gera hærra tilboð. Inter er ákveðið að halda í Lukaku og leikmaðurinn sjálfur hefur talað um að hann vilji vera áfram hjá ítalska stórliðinu.

Lukaku var nálægt því að ganga aftur í raðir Chelsea 2017 en ákvað í staðinn að fara til Jose Mourinho hjá Manchester United. Hann gekk í raðir Inter fyrir 74 milljónir punda 2019 og gerði fimm ára samning.
Athugasemdir
banner
banner