Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 03. ágúst 2023 08:25
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu aukaspyrnumark Höskuldar í Kaupmannahöfn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar geta gengið stoltir frá borði þrátt fyrir að hafa tapað 6-3 fyrir danska meistaraliðinu FCK í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær.

FCK var í stökustu vandræðum með Blika í byrjun leiks. Jason Daði Svanþórsson kom gestunum yfir á 10. mínútu en heimamenn tóku við sér eftir hálftíma og skoruðu fjögur mörk áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Kristinn Steindórsson og Höskuldur Gunnlaugsson skoruðu báðir fyrir Blika í síðari hálfleiknum en mark Höskuldar var sérstaklega fallegt.

Fyrirliðinn skoraði beint úr aukaspyrnu. Hann setti boltann framhjá veggnum og í vinstra hornið, en Kamil Grabara, markvörður FCK, kom engum vörnum við.

Markið má sjá hér fyrir neðan.


Höskuldur: Við stöndum ekki fyrir það og viljum ekki standa fyrir það
Athugasemdir
banner
banner