banner
   lau 03. september 2022 13:26
Aksentije Milisic
England: Tréverkin og markmennirnir í aðalhlutverkum
Pickford átti frábæran leik og var valinn maður leiksins.
Pickford átti frábæran leik og var valinn maður leiksins.
Mynd: EPA
Tom Davis skaut í stöngina.
Tom Davis skaut í stöngina.
Mynd: Getty Images
Alisson stóð sig mjög vel á Goodison Park.
Alisson stóð sig mjög vel á Goodison Park.
Mynd: EPA

Everton 0 - 0 Liverpool

Fyrsti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var grannaslagurinn í Liverpool borg en þar mættust Everton og Liverpool á Goodison Park.


Fyrri hálfleikurinn einkenndist af hörku og framan af litu fá færi dagsins ljós. Everton átti í fullu tré við Liverpool og voru heimamenn síst lakari aðilinn í fyrri hálfleiknum.

Bæði lið skutu í tréverkin en Tom Davis, miðjumaður Everton átti þá utanfótar snuddu sem endaði ofarlega á stönginni. Hann fékk boltann inn í teig Liverpool og átti flotta tilraun en inn vildi boltinn ekki.

Liverpool tók við sér þegar leið á hálfleikinn og átti liðið tvö skot í tréverkið undir lok fyrri hálfleiksins.

Það fyrra átti Darwin Nunez en hann átti þá gott skot sem Jordan Pickford varði vel í slánna.

Í kjölfarið fékk Luis Diaz boltann og átti hann skot sem hafði smá viðkomu í varnarmanni og hafnaði í stönginni, varnarlaus Pickford beið bara og vonaði alveg eins og Allison Becker í skotinu hans Davis.

Staðan marklaus í hálfleik en það vantaði svo sannarlega ekki færin í þeim síðar.

Konstantinos Tsimikas komst nálægt því að skora á 49. mínútu leiksins en hann skaut þá yfir úr mjög góðu færi eftir þunga sókn gestanna. Stuttu síðar átti Neil Maupay, sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir Everton, tilraun með bakfallsspyrnu en boltinn fór yfir markið.

Bæði lið sóttu til skiptis og áttu fín færi. Fabinho var nálægt því að skora á 65. mínútu en Pickford varði vel. Everton fór þá í sókn og fékk Maupay algjört dauðafæri, hann var einn gegn Alisson sem gerði sig breiðan og varði frábærlega.

Everton hélt að það hefði náð forystunni tuttugu mínútum fyrir leikslok þegar Conor Coady skoraði af stuttu færi en eftir að VAR skoðaði atvikið varð niðurstaðan rangstæða.

Dwight McNeil kom inn á og átti hann skemmtilega tilraun sjö mínútum fyrir leikslok sem Allison varði mjög vel og sló yfir markið.

Roberto Firmino, sem kom inn á sem varamaður, komst í ágætis færi undir lok leiks en Pickford var sem fyrr vel á tánum og varði skotið til hliðar.

Í fjórða skiptið í leikum var skotið í tréverkið og gerðist það á fimmtu mínútu uppbótartímans. Mohamed Salah átti þá skot á nærstöngina sem Pickford varði í stöngina út.

Ekkert var því skorað á Goodison Park og er þetta því fjórða jafnteflið í röð hjá Everton sem á enn eftir að vinna leik.

Liverpool er með níu stig eftir sex leiki.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner