Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 03. október 2022 21:08
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deildin: Þægilegt fyrir Blika gegn Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik 3 - 0 Stjarnan
1-0 Dagur Dan Þórhallsson ('12)
2-0 Gísli Eyjólfsson ('69)
3-0 Jason Daði Svanþórsson ('90)


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Stjarnan

Breiðablik er aftur komið með átta stiga forystu á toppi Bestu deildarinnar eftir fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Blikar tóku á móti Stjörnunni og lentu ekki í erfiðleikum gegn þessum nágrönnum sínum. Þeir sátu í bílstjórasætinu nánast allan leikinn og skoraði Dagur Dan Þórhallsson eftir tólf mínútna leik.

Blikar þjörmuðu að Garðbæingum en tókst ekki að tvöfalda forystuna fyrr en í seinni hálfleik. Gísli Eyjólfsson skoraði þá í kjölfar hornspyrnu á 69. mínútu.

Sigurinn virtist öruggur í 2-0 en Jason Daði Svanþórsson setti þó þriðja markið undir lokin til að innsigla hann endanlega.

Blikar eru með 54 stig eftir 23 umferðir, átta stigum meira en KA þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir af deildartímabilinu. Stjarnan er með 31 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner