Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 03. desember 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Áfram gervihljóð í sjónvarpi þrátt fyrir áhorfendur
Mynd: Getty Images
Sjóvnvarpsstöðvar á Englandi ætla áfram að nota gervi áhorfendahljóð í útsendingum sínum á næstunni þrátt fyrir að áhorfendur megi snúa aftur á völlinn.

Áhorfendur mega mæta á suma velli í þessari viku eftir breytingar á reglum en um er að ræða allt frá 4000 áhorfendum á hvern leik niður í 2000 áhorfendur.

Ljóst er að þessi litli fjöldi áhorfenda nær ekki að mynda sömu stemningu og vanalega þegar leikvellirnir eru fullir af áhorfendum.

Því mun gervihljóðið, sem hefur verið notað á þessu tímabili, áfram vera í útsendingum frá leikjum.

Inn í það mun þó blandast áhorfendahljóð frá vellinum sjálfum en þetta kerfi gæti verið prófað í fyrsta skipti í kvöld þegar Arsenal mætir Rapid Vín í Evrópudeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner