Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
banner
   þri 03. desember 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elín Jóna spáir í 14. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Elín Jóna hefur verið frábær í marki Íslands á Evrópumótinu.
Elín Jóna hefur verið frábær í marki Íslands á Evrópumótinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvað gerir United á útivelli gegn Arsenal.
Hvað gerir United á útivelli gegn Arsenal.
Mynd: EPA
Hjammi var með fjóra rétta þegar hann spáði í 13. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Fjórtánda umferðin hefst strax í kvöld en það er spilað hratt þessa dagana. Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður íslenska handboltalandsliðsins, spáir í leikina að þessu sinni.

Elín Jóna hefur staðið sig stórkostlega á Evrópumótinu sem fer fram um þessar mundir. Stelpurnar okkar spila í kvöld hreinan úrslitaleik við Þýskaland um sæti í milliriðlum.

Ipswich 1 - 1 Crystal Palace (19:30 í kvöld)
Ipswich hefur verið óvænt sterkt í heimaleikjum en Palace er með meiri reynslu. Jafntefli er líklegt.

Leicester 1 - 2 West Ham (20:15 í kvöld)
West Ham er í góðu formi með sterka miðju og sóknarleik, en Leicester mun líklega skora með skyndisókn.

Everton 0 - 0 Wolves (19:30 á morgun)
Þetta verður varnarþungur leikur. Bæði lið hafa átt í erfiðleikum við að skora, svo markalaust jafntefli virðist líklegt.

Man City 3 - 0 Nottingham Forest (19:30 á morgun)
City er mun sterkari á öllum sviðum og ætti að vinna þægilegan sigur með hjálp frá leikmönnum eins og Haaland og Foden.

Newcastle 1 - 2 Liverpool (19:30 á morgun)
Þetta verður talsvert jafn leikur, en Liverpool mun að sjálfsögðu klára þetta.

Southampton 1-3 Chelsea (19:30 á morgun)
Chelsea hefur fundið taktinn og ætti að nýta veikleika Southampton til að klára leikinn.

Arsenal 1 - 2 Man Utd (20:15 á morgun)
Spennandi toppslagur. Arsenal hefur sterkan sóknarleik, en United gæti nýtt sér veikan varnarleik Arsenal. Jafntefli virðist líklegt en lofaði vin að segja United taki þetta.

Aston Villa 2 - 1 Brentford (20:15 á morgun)
Villa hefur verið öflugt á heimavelli. Brentford er með sterkt lið en gætu átt í vandræðum með hraðan leik Villa.

Fulham 1 - 2 Brighton (19:30 á fimmtudag)
Brighton hefur betri taktík og jafnvægi í liðinu, en Fulham er sterkt á heimavelli. Brighton ætti að taka nauman sigur.

Bournemouth 0 - 3 Tottenham (20:15 á fimmtudag)
Tottenham er með mikið sjálfstraust og gætu nýtt sér veikleika Bournemouth í vörninni til að tryggja sér stórsigur.

Fyrri spámenn:
Júlíus Mar (7 réttir)
Danijel Djuric (6 réttir)
Hinrik Harðarson (6 réttir)
Arnór Smárason (5 réttir)
Hákon Arnar (5 réttir)
Ingimar Helgi (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Hjammi (4 réttir)
Viktor Karl (4 réttir)
Jón Kári (4 réttir)
Benoný Breki Andrésson (3 réttir)
Gísli Gottskálk Þórðarson (3 réttir)
Stubbur (2 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
10 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
11 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
12 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
13 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner
banner
banner