Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   þri 03. desember 2024 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland í dag - Risaleikur í bikarnum
Mynd: EPA

Það er risaleikur í 16 liða úrslitum þýska bikarsins í kvöld.

Leverkusen vann bikartitilinn á síðasta tímabili í annað sinn í sögunni en liðið mætir sigursælasta félagi keppninnar í kvöld.

Bayern hefur unnið bikarinn tuttugu sinnum en það eru fjögur ár síðan liðið vann síðast en það var einmitt í úrslitaleik gegn Leverkusen.

Bayern varð fyrir miklu áfalli á dögunum þegar Harry Kane meiddist en hann er líklega frá út árið.


Leikir kvöldsins
17:00 Arminia Bielefeld - Freiburg
17:00 Regensburg - Stuttgart
19:45 Bayern - Leverkusen
19:45 Werder - Darmstadt


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner