Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 04. febrúar 2023 11:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Everton og Arsenal: Dyche með fimm á miðjunni - Jorginho á bekknum
Mynd: Arsenal

Enska úrvalsdeildin er farin af stað eftir bikarviku.


Í fyrsta leik dagsins mætast Everton og Arsenal en Sean Dyche er að stýra Everton í sínum fyrsta leik.

Hann virðist stilla upp í 4-5-1. Conor Coady og James Tarkowski eru á sínum stað í miðri vörninni. Abdoulaye Doucoure, Gana og Amadou Onana eru á miðjunni og Dominic Calvert Lewin einn frammi.

Hjá Arsenal er Thomas Partey klár í slaginn en hann fór í myndatöku eftir bikarleikinn gegn Man City eftir að hafa fengið högg í leiknum.

Joginho, nýjasti leikmaður liðsins, er á bekknum.

Everton: Pickford, Coleman, Coady, Tarkowski, Mykolenko, McNeil, Doucoure, Gana, Onana, Iwobi, Calvert-Lewin.

Arsenal: Ramsdale, White, Saliba, Gabriel, Zinchenko, Thomas, Odegaard, Xhaka, Saka, Nketiah, Martinelli.


Athugasemdir
banner
banner
banner