Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
   þri 04. febrúar 2025 08:04
Elvar Geir Magnússon
Björgólfur Guðmundsson er látinn
Björgólfur Guðmundsson lést á 85. aldursári.
Björgólfur Guðmundsson lést á 85. aldursári.
Mynd: Fótbolti.net - Gísli Baldur
Björgólfur Guðmundsson, athafnamaður, lést sunnudaginn 2. febrúar 2025 á 85. aldursári. Frá þessu er greint í tilkynningu frá aðstandendum sem er hægt að lesa í heild sinni á Vísi.

Björgólfur var mjög áberandi í fótboltalífinu. Hann stundaði íþróttir með KR og var þekktur stuðningsmaður og bakhjarl félagsins. Hann var formaður knattspyrnudeildar KR á árunum 1998 til 2002.

Björgólfur átti stóran eignarhlut í Landsbankanum og á þeim tíma hét efsta deild fótboltans á Íslandi Landsbankadeildin.

Árið 2006 keypti Björgólfur knattspyrnufélagið West Ham í félagi við Eggert Magnússon, fyrrverandi formann KSÍ. Hann var formaður West Ham 2006 til 2009 og var hann heiðursforseti félagsins til dauðadags.
Athugasemdir
banner
banner
banner