Arsenal fór með himinskautum í liðinni umferð í ensku úrvalsdeildinni og vann 5-1 sigur gegn Manchester City. Liverpool vann Bournemouth 2-0 og er með sex stiga forystu á toppnum. Troy Deeney hefur valið lið umferðarinnar fyrir BBC.
Markvörður: David Raya (Arsenal) - Átti flottar vörslur og var öryggið uppmálað í stórsigri Arsenal.
Varnarmaður: Neco Williams (Nottingham Forest) - Algjörlega frábær í mögnuðum 7-0 sigri gegn Brighton. Skoraði mark í leiknum.
Varnarmaður: James Tarkowski (Everton) - Everton er á hörkusiglinu undir Moyes. Tarkowski var traustur í 4-0 sigri gegn Leicester og átti stoðsendingu.
Varnarmaður: Morato (Nottingham Forest) - Brasilíumaðurinn kom inn í liðið og átti verulega góðan leik.
Varnarmaður: Myles Lewis-Skelly (Arsenal) - Gæinn sem allir eru að tala um! Frábært mark og ekki síðra fagn.
Miðjumaður: Jean-Ricner Bellegarde (Wolves) - Skoraði í 2-0 sigri gegn Aston Villa en það var kraftur hans á miðsvæðinu sem heillaði mest.
Miðjumaður: Morgan Gibbs-White (Nottingham Forest) - Hjartslátturinn hjá Forest í þessum ótrúlega sigri. Skoraði og sýndi geggjaða leiðtogaframmistöðu.
Sóknarmaður: Anthony Elanga (Nottingham Forest) - Þrjár stoðsendingar. Manchester United lét þennan leikmann fara fyrir Antony.
Sóknarmaður: Mohamed Salah (Liverpool) - Skoraði tvö. Ástæðan fyrir því að Liverpool vann um helgina.
Athugasemdir