Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 04. mars 2020 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cecilía yngsti markvörðurinn - „Er mjög þakklát"
Cecilía Rán er aðeins sextán ára og mjög efnileg.
Cecilía Rán er aðeins sextán ára og mjög efnileg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cecilía Rán Rúnarsdóttir, sextán ára markvörður Fylkis, lék í dag sinn fyrsta landsleik þegar Ísland vann 1-0 sigur á Norður-Írlandi á Pinatar æfingamótinu á Spáni.

Hún varð þar með yngsti markvörður íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi. Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari, var mjög ánægður með hennar frammistöðu og sagði hana hafa verið besta leikmann liðsins.

Í viðtali eftir leik sagði Cecilía: „Hún er æðisleg (tilfinningin) og ég er mjög þakklát að hafa fengið tækifærið að spila þennan leik."

Cecilía fer á morgun til móts við U19 landsliðið sem er á æfingamóti á La Manga á Spáni.

Athugasemdir
banner