Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   lau 04. mars 2023 21:48
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Gonzalez og Jovic afgreiddu Milan
Mynd: EPA

Fiorentina 2 - 1 AC Milan
1-0 Nicolas Gonzalez ('49, víti)
2-0 Luka Jovic ('87)
2-1 Theo Hernandez ('94)


Nico Gonzalez gerði fyrsta mark leiksins af vítapunktinum er Fiorentina tók á móti Ítalíumeisturum AC Milan í síðasta leik kvöldsins í ítalska boltanum.

Staðan var markalaus í leikhlé eftir að heimamenn höfðu verið sterkari aðilinn og verðskulduðu þeir að taka forystuna í upphafi síðari hálfleiks. Gonzalez steig á vítapunktinn eftir klaufalegt brot Fikayo Tomori innan vítateigs. Enski miðvörðurinn missti Jonathan Ikoné framhjá sér og braut á honum. 

Gonzalez skoraði örugglega af vítapunktinum og opnaðist leikurinn mikið við þetta mark. Bæði lið komust nálægt því að skora áður en Luka Jovic kom inn af bekknum og tvöfaldaði forystu heimamanna með flottum skalla eftir fyrirgjöf frá Ikone.

Markið skoraði Jovic á 87. mínútu og innsiglaði þar með sigur Fiorentina. Gestirnir frá Mílanó náðu að minnka muninn seint í uppbótartíma þegar bakvörðurinn öflugi Theo Hernandez skoraði með bylmingsskoti en það dugði ekki til.

Lokatölur urðu 2-1 og er Milan búið að missa annað sæti deildarinnar. Liðið situr í fjórða sæti og er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti.

Þetta var annar sigurinn í röð hjá Fiorentina, sem siglir lygnan sjó um miðja deild.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 36 23 9 4 57 27 +30 78
2 Inter 36 23 8 5 75 33 +42 77
3 Atalanta 35 20 8 7 71 31 +40 68
4 Juventus 36 16 16 4 53 33 +20 64
5 Lazio 36 18 10 8 59 46 +13 64
6 Roma 35 18 9 8 50 32 +18 63
7 Bologna 36 16 14 6 54 41 +13 62
8 Milan 36 17 9 10 58 40 +18 60
9 Fiorentina 36 17 9 10 53 35 +18 60
10 Como 36 13 9 14 48 49 -1 48
11 Torino 36 10 14 12 39 42 -3 44
12 Udinese 36 12 8 16 39 51 -12 44
13 Genoa 36 9 13 14 32 45 -13 40
14 Cagliari 36 8 9 19 37 54 -17 33
15 Verona 36 9 6 21 31 64 -33 33
16 Parma 36 6 14 16 41 56 -15 32
17 Empoli 36 5 13 18 29 56 -27 28
18 Lecce 36 6 10 20 25 58 -33 28
19 Venezia 36 4 15 17 28 49 -21 27
20 Monza 36 3 9 24 27 64 -37 18
Athugasemdir
banner
banner
banner