Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
Enski boltinn - Svo gott sem komið hjá Liverpool
Tveggja Turna Tal - Eiður Ben Eiríksson
Hugarburðarbolti GW 26 Liverpool er langbesta lið deildarinnar !
Útvarpsþátturinn - Gylfaginning og ársþingið
Ótímabæra spáin fyrir Bestu deild kvenna
Hugarburðarbolti GW 25 Er kominn nýr egypskur prins í úrvalsdeildina ?
Og allt í einu er Gylfi kominn í Víking
Enski boltinn - Er botninum náð?
Tveggja Turna Tal - Guðjón Pétur Lýðsson
Útvarpsþátturinn - Sögulegur sigur, Siggi Raggi og ungir leikmenn
Enski boltinn - Sá síðasti í Guttagarði, töfrar í bikar og vesen á City
Tveggja Turna Tal - Finnur Orri Margeirsson
Útvarpsþátturinn - Heima í Helsinki og ótímabær Lengjuspá
Fótbolta nördinn - Undirbúningstímabil: Trivíaleikarnir
Hugarburðarbolti GW 24 Arsenal slátraði meisturum Man City 5-1!
Enski boltinn - Stay humble, janúarglugginn og Luka pælingar
Tveggja Turna Tal - Ómar Ingi Guðmundsson
Útvarpsþátturinn - Ótímabæra spáin þegar það eru tveir mánuðir í Bestu
Hugarburðarbolti GW 23 Er Hjálmar Örn farinn að þjálfa Tottenham?
Fótbolta nördinn - Úrslit: Víkingur vs Fylkir
   mán 04. apríl 2016 13:05
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Kiddi Jak: Stefnan að við eignumst dómara á stórmóti
Kristinn Jakobsson, formaður dómaranefndar KSÍ.
Kristinn Jakobsson, formaður dómaranefndar KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Markmiðið er auðvitað að fjölga réttum ákvörðunum," segir Kristinn Jakobsson sem er nýr formaður dómaranefndar KSÍ. Kristinn náði lengst allra Íslendinga sem dómari en er nú tekinn við sem formaður af Gylfa Orrasyni.

Hann segir að markviss vinna sé í gangi til að stuðla að því að bæta dómgæsluna á Íslandi.

„Í öllum þeim undirbúningi er löng leið. Hluti af því er að auka vægi líkamsþjálfunar og gera menn betur tilbúna til þess að takast á við verkefnin og auka gæðin á sama tíma. Við ætlum að fylgja eftir þróun sem er búin að vera hjá UEFA og FIFA. Við viljum vinna eftir því módeli sem þeir hafa verið með og hefur gefist afar vel. Við ætlum að reyna að íslenska það ef við getum orðað það þannig."

Kristinn og hans menn hafa verið duglegir að skoða unga dómara í undirbúningsmótinum.

„Við viljum fá yngri menn fyrr inn í baráttuna í efstu deild og þar er stóri glugginn til að sýna sig þessi mót sem hafa verið í vetur. Við höfum verið að gefa nokkrum aðilum til að takast á við stóra leiki í þeim keppnum og því hefur verið fylgt eftir með eftirliti og hálfgerðri þjálfun. Við viljum geta þjálfað dómara og undirbúa þá þannig að þeir verði betri."

Kristinn telur að möguleiki sé fyrir íslenska dómara að ná langt og að dómaranefndin setji sér stór markmið í þeim efnum.

„Möguleikarnir eru óendanlegir, sérstaklega núna þegar við eigum þetta frábæra landslið þá eigum við meiri möguleika á að koma okkar mönnum á framfæri. Við höfum nýtt þann glugga vel en fyrst og fremst snýst þetta um að þeir einstaklingar sem fá verkefnin leggi sig alla fram. Að vera toppdómari í Evrópu í dag er bara lífstíll. Bestu dómarar Evrópu eru atvinnumenn í sínu fagi og lifa og hrærast í þessu. Við erum svolítið á eftir í þessum málum en erum að nálgast," segir Kristinn.

„Okkar bestu dómarar eru alltaf að fá stærri og stærri verkefni. 2015 var með besta móti í mörg ár og Þorvaldur Árnason var hækkaður upp. Gunnar Jarl (Jónsson) er að fara í verkefni sem heitir Framtíðardómar Evrópu og þar eru dómarar sem UEFA horfir til varðandi framtíðina. Ég hef ekki nokkra trú á öðru en að Gunnar standi sig vel þar. Hann er kominn í sérstakt þjálfunarprógramm."

„Við í dómaranefnd stöndum þétt við bakið á okkar mönnum og viljum að þeir komist sem lengst. Við viljum búa til dómara sem dæmir í úrslitakeppnum landsliða eða einhverju slíku. Það eru margar brekkur sem við þurfum að klífa," segir Kristinn sem var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net og er hægt að heyra það í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner