Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 04. apríl 2021 20:00
Aksentije Milisic
Alderweireld og Aurier áttu eftir að fá úr Covid-19 testinu
Mynd: Getty Images
Toby Alderweireld og Serge Aurier, leikmenn Tottenham Hotspur, voru ekki með liðinu í dag þegar það mætti Newcastle United á útivelli.

Tottenham fékk á sig mark fimm mínútum fyrir leikslok og missti því unninn leik niður í jafntefli. Leikurinn fór 2-2 í leik sem Newcastle átti alls 22 marktilraunir.

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, útskýrði í viðtali eftir leik. af hverju Alderweireld og Aurier hafi ekki verið með í dag.

„Þeir eru í góðu standi. Þeir mættu hins vegar aftur til æfinga einungis í gær eftir landsleikjahléið og náðu því ekki að fara í Covid-19 test á réttum tíma, til að vera með á æfingu á fimmtudeginum né föstudeginum," sagði Jose Mourinho eftir leikinn í dag.

Alderweireld spilar með landsliði Belgíu en Aurier með Fílabeinsströndinni.

Tottenham hefði geta jafnað Chelsea að stigum í fjórða sæti deildarinnar með sigri í dag en eins og áður segir þá tókst Steve Bruce og lærisveinum hans að jafna metin þegar lítið var eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner