
Kiley Norkus hefur undirritað samning við Hauka og mun leika með liðinu í Lengjudeild kvenna í sumar.
Þetta kemur fram á heimasíðu Hauka.
Þetta kemur fram á heimasíðu Hauka.
„Kiley er 26 ára, kemur frá Bandaríkjunum og er sannkölluð multiplayer," segir á vefsíðu Hauka en hún getur leyst margar stöður á vellinum, þó hún sé helst sóknarmaður.
Kiley er efnilegur leikmaður og hefur spilað á Spáni og Svíþjóð ásamt því að spila háskólaboltanum í Bandaríkjunum.
„Stjórn knattspyrnudeildar Hauka fagnar samningi við Kiley og bjóðum hana hjartanlega velkomna í félagið."
Athugasemdir