Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 04. maí 2021 19:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pepsi Max-kvenna: Endurkomusigur Þór/KA í Eyjum
Karen María skoraði sigurmarkið.
Karen María skoraði sigurmarkið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV 1 - 2 Þór/KA
1-0 Delaney Baie Pridham ('11 )
1-1 Hulda Ósk Jónsdóttir ('66 )
1-2 Karen María Sigurgeirsdóttir ('81 )
Lestu um leikinn

Þór/KA vann 1-2 endurkomusigur á ÍBV í opnunarleik Pepsi Max-deildar kvenna, leikið var á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.

Það var Delaney Baie Pridham sem kom heimakonum yfir með fyrsta marki Íslandsmótsins á 11. mínútu leiksins. DBP skoraði eftir undirbúning frá Kristjönu Sigurz.

ÍBV leiddi í hálfleik en um miðbik seinni hálfleiks jafnaði Hulda Ósk metin fyrir Akureyringa. Sandra Nabweteme átti sendingu á Huldu sem „labbar í gegnum vörn ÍBV og klárar mjög vel úr þröngu færi," eins og Eyþór Daði Kjartansson orðaði það í textalýsingu frá leiknum.

Sandra hafði komið inn á sem varamaður þegar Colleen Kennedy þurfti að yfirgefa völlinn eftir hálftíma leik vegna meiðsla.

Á 81. mínútu skoraði svo Karen María sigurmark Þór/KA eftir að Helena Jónsdóttir skaut boltanum í hana. Karen slapp ein í gegn og skoraði framhjá Auði Sveinbjörnsdóttur í marki ÍBV.

Fleiri urðu mörkin ekki og Þór/KA byrjar mótið á sigri í Vestmannaeyjum.

Nú er í gangi leikur Breiðabliks og Fylkis. Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá Kópavogsvelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner