Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 04. maí 2022 12:48
Elvar Geir Magnússon
Ólafsvíkingum refsað fyrir fölsun á leikskýrslu
Frá leik með Víkingi Ólafsvík í fyrra.
Frá leik með Víkingi Ólafsvík í fyrra.
Mynd: Raggi Óla
Kristján Björn Ríkharðsson, liðsstjóri Víkings í Ólafsvík, hefur verið dæmdur í sex mánaða bann frá afskiptum af fótbolta eftir fölsun á leikskýrslu í B-deild Lengubikarsins.

Þá hafa Ólafsvíkingar fengið 160 þúsund króna sekt og liðinu var dæmt 3-0 tap í umræddum leik, sem var gegn ÍR þann 26. mars. Ólafsvíkingar höfðu unnið leikinn 2-1.

Erlendur leikmaður sem ekki var með leikheimild lék í treyju númer 11 hjá Víkingi Ólafsvík en annað nafn var skráð á leikskýrslu með það númer þrátt fyrir að spila ekki í umræddum leik.

Telst umrædd háttsemi fela í sér fölsun á leikskýrslu en Kristján Björn skrifaði undir skýrsluna fyrir hönd Víkings.

Í niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KSÍ segir frá því að af svari Víkings Ó. verði ekki annað séð en að félagið gangist við brotunum.

„Telur aga- og úrskurðarnefnd ljóst, miðað við gögn málsins og skýra viðurkenningu kærða, að Víkingur Ólafsvík hafi vísvitandi ranglega fyllt út leikskýrslu í leik Víkings Ólafsvíkur og ÍR með því að falsa nafn og kennitölu þátttakanda," segir í dómnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner