Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   lau 04. júní 2022 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Real Madrid krefst útskýringa frá UEFA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Real Madrid er búið að gefa frá sér yfirlýsingu þar sem umgjörð UEFA í kringum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu er harðlega gagnrýnd.


Margir stuðningsmenn Real Madrid og Liverpool voru rændir í París og virtist viðbúnaðarstig lögreglu og gæslu alltof lágt miðað við stærð viðburðarins.

Það voru margir áhorfendur sem komust inn á Stade de France miðalausir og þá var einhverjum áhorfendum ekki hleypt inn þrátt fyrir að vera með nothæfa miða.

„Við viljum heyra hvernig UEFA valdi staðsetningu fyrir úrslitaleikinn og hvaða viðmiðum var fylgt í því vali," segir meðal annars í yfirlýsingu Real Madrid.

„Að sama skapi viljum við svör og útskýringar á því hverjir voru ábyrgir fyrir því að skilja stuðningsmenn okkar eftir algjörlega varnarlausa á leið sinni á völlinn. Sérstaklega þegar stuðningsmenn höguðu sér sómasamlega allan tímann.

„Það sem átti að vera mikil fótboltaskemmtun fyrir stuðningsmenn varð að óheppilegri lífsreynslu og ollu atvik kvöldsins mikilli reiði meðal stuðningsmanna um allan heim.

„Fjölmiðlar hafa birt myndir af kvöldinu þar sem ofbeldið sést greinilega. Stuðningsmenn urðu fyrir miklu áreiti, sumir lentu í líkamsárásum og aðrir voru rændir. Sumir þeirra þurftu að gista á spítala yfir nóttu.

„Þetta er ekki ímyndin sem við viljum dreifa með því að halda fótboltamót. Stuðningsmenn okkar og allur fótboltaheimurinn á skilið að fá svör frá UEFA svo hægt sé að koma í veg fyrir að svona komi fyrir aftur." 

Real Madrid stóð uppi sem sigurvegari í úrslitaleiknum, lokatölur 1-0 gegn Liverpool. 


Athugasemdir
banner
banner