Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   mán 06. maí 2024 18:00
Brynjar Ingi Erluson
Í fyrsta sinn á ferlinum sem Fernandes missir af leik vegna meiðsla
Bruno Fernandes
Bruno Fernandes
Mynd: EPA
Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, er ekki í hópnum hjá liðinu sem mætir Crystal Palace klukkan 19:00 í kvöld en þetta er í fyrsta sinn á ferlinum sem hann missir af leik með félagsliði vegna meiðsla.

Fernandes er 29 ára gamall og er þessi tölfræði því sérstaklega sláandi.

Hann hefur spilað með Novara, Sampdoria og Udinese á Ítalíu ásamt því að hafa leikið fyrir Sporting í heimalandinu.

Frá því hann spilaði sinn fyrsta leik í atvinnumennsku með Novara tímabilið 2012-2013 hafði hann aldrei misst úr leik vegna meiðsla.

Fernandes hefur tekið út leikbönn og glímt við veikindi tvisvar. Það var í leik gegn Sampdoria tímabilið 2016-2017 og þá var hann ekki með í leik United gegn Tottenham árið 2022, einnig vegna veikinda.

Vissulega heur hann misst af landsleikjum vegna meiðsla en þetta verður í fyrsta sinn sem hann missir af leik með félagsliði.

Miðjumaðurinn hefur oft glímt við smávægileg meiðsli yfir ferilinn en alltaf náð sér í tæka tíð. Það tókst ekki í kvöld en Erik ten Hag, stjóri United, hefur tilkynnt leikmannahópinn og þar er Fernandes fjarverandi.


Athugasemdir
banner
banner