Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   mán 06. maí 2024 17:45
Brynjar Ingi Erluson
Moyes hættir með West Ham eftir tímabilið (Staðfest)
David Moyes hættir með West Ham í sumar
David Moyes hættir með West Ham í sumar
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: EPA
David Moyes hættir með West Ham eftir þetta tímabil en félagið sendi frá sér yfirlýsingu fyrir skömmu.

Skotinn tók við West Ham í desember árið 2019 en þá var liðið í kringum fallsvæði ensku úrvalsdeildarinnar. Honum tókst að stýra liðinu frá falli.

Tímabilið á eftir hafnaði liðið í 6. sæti og komst í Evrópudeildina og gerði hann nýjan þriggja ára samning í kjölfarið.

Á þriðja tímabilinu hafnaði liðið í 7. sæti, sem var í fyrsta sinn í sögu félagsins sem það hafnar meðal sjö efstu liða tvö tímabil í röð. Þá komst liðið í undanúrslit Evrópudeildarinnar.

Undir hans stjórn hann liðið sinn fyrsta stóra titil síðan 1980 er það fór taplaust í gegnum Sambandsdeild Evrópu. Það hafnaði í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur ekki alveg náð að halda sama dampi á þessari leiktíð.

Samningur Moyes rennur út í sumar og hefur enska félagið nú staðfestir að hann sé á förum. Það komst að sameiginlegri ákvörðun með Moyes að hann kveðji.

„Ég hef notið þess að vera hjá West Ham á þessum fjórum og hálfu ári og er félagið nú í betri stöðu en þegar ég snéri aftur árið 2019. Þegar ég kom til West Ham í annað sinn var félagið einu sæti fyrir ofan fallsæti og hefur þetta verið stórskemmtileg vegferð að koma liðinu þrjú tímabil í röð í Evrópukeppni.“

„Eftir að hafa bjargað liðinu frá falli þá höfnuðum við í 6. og 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og var ég hæst ánægður er við unnum Sambandsdeild Evrópu í júní á síðasta ári, fyrsti stóri titill félagsins í 43 ár.“

“Ég vil þakka öllum leikmönnum fyrir stuðninginn og árangurinn sem þeir hafa náð á þessum tíma. Ég hef notið þess að vinna með öllum hjá West Ham og vil þakka stjórninni fyrir að gefa mér tækifæri til að þjálfa þetta frábæra félag. Um leið vil ég óska arftaka mínum, stjórnarmönnum, leikmönnum, starfsliðinu, stuðningsmönnum og öllum hjá West Ham alls hins besta í framtíðinni,“
sagði Moyes.

Spænski þjálfarinn Julen Lopetegui er í viðræðum um að taka við af Moyes í sumar en þær viðræður eru komnar langt á veg samkvæmt heimildum Athletic.


Athugasemdir
banner
banner