Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
banner
   þri 04. júní 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Okkur hefur vantað svona leikmann í sjö eða átta ár"
Adam Wharton.
Adam Wharton.
Mynd: Getty Images
Adam Wharton, miðjumaður Crystal Palace, lék sinn fyrsta landsleik fyrir England í gær þegar liðið vann sigur á Bosníu í vináttulandsleik.

Wharton braust heldur betur fram á sjónarsviðið eftir áramót þegar hann gekk í raðir Crystal Palace frá Blackburn. Hann fann sig strax vel í ensku úrvalsdeildinni og vann sér inn sæti í enska landsliðinu.

Wharton er að berjast um sæti í enska hópnum sem tekur þátt á EM en frammistaða hans í gær vakti athygli og Gareth Southgate, landsliðsþjálfari, lét stór orð falla.

„Þetta er stórt skref fram á við frá því sem hann var í byrjun tímabilsins en ég kann mjög vel við það hvað hann sér hlutina snemma og hann leitar alltaf fram á við. Auðvitað er hann með gæði á boltanum en það er eiginleikinn að fá boltann og spila strax fram á við sem hefur vakið athygli okkar," sagði Southgate.

„Þetta hljómar einfalt en okkur hefur vantað svona leikmann í sjö eða átta ár."

England mætir Íslandi næst í vináttulandsleik á föstudaginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner