Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 04. ágúst 2022 15:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alex Telles til Sevilla (Staðfest)
Alex Telles.
Alex Telles.
Mynd: Getty Images
Vinstri bakvörðurinn Alex Telles hefur yfirgefið herbúðir Manchester United og er kominn yfir til Sevilla.

Hann mun klæðast treyju númer þrjú hjá spænska úrvalsdeildarfélaginu.

Hann fer á láni til Sevilla út komandi keppnistímabil og mun spænska félagið borga öll laun hans á meðan lánssamningurinn er í gildi.

United keypti Telles frá Porto fyrir tveimur árum fyrir um það bil 15 milljónir punda. Hann hafði verið með mest spennandi vinstri bakvörðum í Portúgal og var búist við að hann myndi koma með mikil gæði inn í hóp United.

Svo var ekki. Telles náði sér aldrei á flug hjá United eins og hann gerði hjá Porto og varnarleikur hans oft á köflum arfaslakur.

Hann mun leika sér á Spáni í vetur.
Athugasemdir
banner
banner