Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 04. ágúst 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Sambandsdeildin í dag: Stórleikir í Fossvogi og Kópavogi
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur R. og Breiðablik eiga gífurlega erfiða heimaleiki í undanúrslitum í forkeppni fyrir riðlakeppni Sambandsdeildarinnar og þurfa sigra til að eiga raunhæfa möguleika fyrir seinni leikina ytra.


Víkingur tekur á móti pólska stórveldinu Lech Poznan sem Stjörnunni tókst að slá út gegn öllum líkum sumarið 2014.

Sigur Stjörnunnar fyrir átta árum gerir þessa viðureign því miður ekki auðveldari fyrir Víkinga sem geta þó haft trú á sinni spilamennsku eftir frábæra frammistöðu gegn Malmö í júlí.

Breiðablik spilar við jafnvel enn sterkari andstæðinga í formi Basaksehir frá Istanbul en Mesut Özil er meðal annars á mála hjá félaginu. Þýska stórstjarnan verður þó ekki með gegn Blikum, hvorki á Íslandi né í Tyrklandi.

Lucas Biglia, Nacer Chadli, Leo Duarte og Stefano Okaka eru meðal leikmanna liðsins og hafa þeir spilað fyrir félög á borð við Lazio, Tottenham, Milan og Roma.

Víkingur og Breiðablik eru bestu lið landsins um þessar mundir. Blikar eru að rúlla upp Bestu deildinni með Víking í öðru sæti en Víkingur varð bæði Íslands- og bikarmeistari í fyrra.

Leikir kvöldsins:
18:45 Vikingur R. - Lech Poznan (Víkingsvöllur)
18:45 Breiðablik - Istanbul Basaksehir (Kópavogsvöllur)


Athugasemdir
banner
banner