Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
banner
   mán 04. september 2017 19:36
Brynjar Ingi Erluson
Albert: Erum ekki að leita að afsökunum
Albert Guðmundsson, fyrirliði íslenska U21 árs landsliðsins, var óánægður með 3-2 tap liðsins gegn Albaníu í dag.

Lestu um leikinn: Ísland U21 2 -  3 Albanía U21

„Það er virkilega leiðinlegt að byrja svona, sérstaklega heima fyrir svona marga áhorfendur. Við ætlum ekkert að vera hengja haus á það, bara upp með hausinn, út með brjóstkassann og halda áfram," sagði Albert.

„Það er helvíti súrt að fá þrjú keimlík mörk á sig. Við eigum að læra af mistökunum í fyrsta marki og laga það, það á ekki að gerast aftur. Sóknarlega áttum við að nýta stöðuna sem við erum komnir í, við náum að fá boltann í fætur, snúa og setja hann út á vænginn og þá vantar einn mann í boxinu eða betri sendingu."

„Við erum ekki að leita að neinum afsökunum. Við eigum að gera betur en við erum með betra lið, fótboltalega séð. Við vitum af hverju við töpuðum, við spiluðum ekki nógu vel."


Föstu leikatriðin voru öflug hjá íslenska liðinu en bæði mörk þeirra komu upp úr þeim.

„Þau gengu upp í dag. Ég ætla að hrósa staffinu, þeir voru búnir að setja upp hornspyrnurnar virkilega vel. Þeir vissu að þeir væru með lágan markmann og að hann væri óöruggur í loftinu."

Hann var í frjálsu hlutverki í 4-4-2 kerfinu en hann sinnti bæði sóknarlegum og varnarlegum skyldum.

„Það var ekkert lagt upp með það. Það var lagt upp með að spila 4-4-2 og ég yrði frammi með Óttari. Jolli sagði mér að það yrði pláss milli miðju og varnar, þannig ég gæti snúið og opnað og fundið í fætur," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner