Salah fær risatilboð frá Sádi-Arabíu - Gyökeres og Mbeumo á lista Arsenal - Napoli vill Rashford
   lau 04. september 2021 14:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Amanda með stórglæsilegt mark - Ísland að missa af henni?
Amanda Andradóttir.
Amanda Andradóttir.
Mynd: Getty Images
Hin 17 ára gamla Amanda Andradóttir er í byrjunarliði norska meistaraliðsins Vålerenga, sem er þessa stundina að spila gegn Rosenborg á útivelli í norsku úrvalsdeildinni.

Staðan er 2-1 fyrir Rosenborg þegar leikurinn er í þann mund að klárast.

Amanda jafnaði metin fyrir Vålerenga með glæsilegu marki sem má sjá neðst í fréttinni; stórglæsilegt mark!

Amanda er uppalin á Íslandi og er faðir hennar Andri Sigþórsson, fyrrum landsliðsmaður. Það var mikil umræða um Amöndu hér á landi í sumar þegar hún var ekki valin í U19 eða A-landslið Íslands.

Hún hefur spilað fyrir yngri landslið Íslands, en norska knattspyrnusambandið hefur sýnt henni mikinn áhuga og núna er hún í U19 landsliði Noregs, frekar en Íslands.

Ekki er vitað í hversu miklu sambandi KSÍ hefur verið við Amöndu og hennar fólk, en það er fréttamannafundur í næstu viku þar sem landsliðshópur Íslands fyrir komandi verkefni verður tilkynntur. Þar verður beðið um svör.


Athugasemdir
banner
banner