Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 04. nóvember 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valur spilar í Meistaradeildinni í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður stórleikur í dag þegar Valur mætir HK frá Helsinki í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Ekki er leikið heima og að heiman að þessu sinni heldur er um eina viðureign að ræða. Leikið er á Origo-vellinum á Hlíðarenda.

Íslandsmótinu var slaufað síðasta föstudag og var síðasti deildarleikur Vals 3. október. Núna mánuði síðar mun liðið spila í forkeppni Meistaradeildarinnar.

„Við vitum ansi mikið um andstæðinginn. Þær eru vel spilandi lið sem spilar ekkert ólíkt Breiðablik karla liðinu. Þær spila úr öllu sem þær gera. Markmaðurinn kemur hátt á völlinn og tekur þátt í uppspili liðsins. Þær eru vel skipulagðar varnarlega og eru mjög þéttar," sagði Eiður Ben Eiríksson, annar þjálfara Vals, um leikinn gegn HJK.

Valur hefur lítið náð að æfa saman sem lið í kjölfar leiksins vegna kórónuveirufaraldursins.

Ef Valur vinnur leikinn í dag þá kemst liðið einum leik frá 32 liða úrslitum Meistradeildarinnar. Leikurinn í dag hefst klukkan 15:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner