Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
banner
   þri 04. desember 2018 13:44
Fótbolti.net
Sparkar eins og stelpa
Stuttmynd um orðanotkunina ,,að sparka eins og stelpa
Berglind Björg er á meðal viðmælenda í myndinni.
Berglind Björg er á meðal viðmælenda í myndinni.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Anna Björk er á meðal viðmælenda í myndinni
Anna Björk er á meðal viðmælenda í myndinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuttmynd eftir Huldu Mýrdal, Kolfinnu Kristínardóttur, Kristínu Björk Smáradóttur og Þórhildi Stefánsdóttur. Myndin fjallar um orðanotkunina „að sparka eins og stelpa" og er ætluð til vitundarvakningar um orðanotkun.

Með aukinni vitundarvakningu í jafnréttisbaráttu kvenna á hinum ýmsu sviðum samfélagsins er nauðsynlegt að varpa ljósi á rótgrónar hefðir sem í dag eru jafnvel ómeðvitaðar og á sama tíma niðrandi fyrir kvennaknattspyrnu

Enn í dag, árið 2018, er fólk að nota frasa eins og "sparkar eins og stelpa" eða „helvítis kelling" til að lýsa slakri frammistöðu leikmanna. En þessa frasa má enn heyra inn á kepnnisvellinum og í útvarpi þegar rætt er um knattspyrnu.


Á Íslandi er staðreyndin sú:
-að landsliðið er á 19.sæti FIFA listans yfir bestu knattspyrnuþjóðir í heiminum.
-landsliðið fór á Evrópumótið í knattspyrnu 2009, 2013 og 2017.
-við eigum atvinnukonur sem spila meðal annars í Svíþjóð, Þýskalandi og Ástralíu.
-fjölmargar stelpur leggja stund á nám í háskóla í Bandaríkjunum og fá skólastyrk upp á milljónir fyrir það að spila knattspyrnu.
-þúsundir stelpna æfa knattspyrnu hér á landi nokkrum sinnum í viku.


"Okkur langaði að hitta atvinnukonur sem spila á hæsta leveli og fá þeirra sýn á hugtakið. Við höfum allar orðar varar við að þetta sé enn notað í daglegu tali og í fjölmiðlum núna árið 2018 til að lýsa slakri frammistöðu. Það er sorglegt þegar litið er á hvaða árangri stelpur hafa náð sérstaklega hér á landi. Og jafnvel er það ómeðvitað. Okkur langaði því að gefa fólki smá sýn á það hversu mikla vinnu stelpurnar leggja á sig, hvað þær eyða miklum tíma í íþróttina og hvaða máli fótbolti skiptir fyrir þær. Þær hafa fórnað öllu fyrir þetta. Eftir að fólk hefur horft á þessar mínútur getur það svo tekið ákvörðun hvort að "sparka eins og stelpa" sé virkilega niðrandi eða bara heilmikið hrós!" sagði Hulda Mýrdal spurð um markmiðið með myndinni.

"Okkur finnst sérstaklega mikilvægt að vekja athygli á þessu og útrýma því að þetta sé notað í niðrandi samhengi því það er mjög mikilvægt að ungar stelpur finni að þegar þær eru að byrja að æfa fótbolta að þær séu jafn mikilvægar, jafn góðar og strákarnir og geti náð langt."

Að lokum segir Hulda "Að sparka eins og stelpa er geggjað. Það segir sig sjálft þegar maður skoðar árangurinn sem allar þessar fótboltastelpur hafa náð. Við vonum að stuttmyndin veki fólk til umhugsunar og við getum í sameiningu snúið þessari orðanotkun yfir í jákvæða og hvetjandi merkingu"

Næst þegar það er sagt við þig „þú sparkar einsog stelpa“. Vertu stolt/stoltur


Viðmælendur eru Anna Björk Kristjánsdóttir leikmaður LB07 og Berglind Björg leikmaður Breiðabliks. Einnig er rætt við Frey Alexandersson fyrrverandi aðstoðarþjálfara kvennalandsliðsins og núverandi aðstoðarþjálfara karlalandsliðsins.


Við mælum einnig með að fylgja Heimavellinum á Instagram þar sem knattspyrna kvenna er í forgrunni.

Við hvetjum alla til að deila myndbandinu sem má sjá hér að neðan:
Smelltu hér til að horfa á myndbandið
Athugasemdir
banner
banner