Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
banner
   mán 04. desember 2023 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Michael Duff rekinn frá Swansea (Staðfest)
Mynd: Swansea
Velska félagið Swansea City, sem leikur í ensku Championship deildinni, er búið að reka Michael Duff úr stjórastólnum eftir fimm mánuði í starfi.

Swansea er í 18. sæti deildarinnar, með 21 stig eftir 19 umferðir. Það er óviðunandi byrjun þar sem markmið félagsins fyrir tímabilið var að berjast um umspilssæti.

Duff er 45 ára gamall og lék sem miðvörður áður en hann lagði skóna á hilluna. Duff byrjaði stjóraferilinn með Celtenham Town, þar sem hann var í fjögur ár þar til Barnsley réði hann fyrir síðustu leiktíð.

Hann gerði flotta hluti hjá Barnsley og kom liðinu alla leið í úrslitaleik umspils League One deildarinnar, sem er þriðja efsta deild á Englandi, en tapaði úrslitaleiknum þar gegn Sheffield Wednesday.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 28 17 7 4 61 31 +30 58
2 Middlesbrough 28 15 7 6 42 29 +13 52
3 Ipswich Town 27 14 8 5 47 24 +23 50
4 Hull City 27 14 5 8 45 39 +6 47
5 Millwall 28 13 7 8 32 35 -3 46
6 Preston NE 28 11 10 7 36 29 +7 43
7 Watford 27 11 9 7 38 32 +6 42
8 Derby County 29 11 9 9 39 37 +2 42
9 Stoke City 28 12 5 11 33 25 +8 41
10 Wrexham 28 10 11 7 40 35 +5 41
11 Bristol City 28 11 7 10 38 31 +7 40
12 QPR 28 11 7 10 38 39 -1 40
13 Birmingham 28 10 8 10 38 37 +1 38
14 Leicester 28 10 8 10 39 41 -2 38
15 Southampton 28 9 9 10 40 40 0 36
16 Swansea 28 10 6 12 31 35 -4 36
17 Sheffield Utd 27 10 2 15 36 40 -4 32
18 Charlton Athletic 27 8 8 11 27 34 -7 32
19 West Brom 29 9 5 15 32 44 -12 32
20 Norwich 28 8 6 14 35 40 -5 30
21 Portsmouth 26 7 8 11 23 36 -13 29
22 Blackburn 27 7 7 13 25 36 -11 28
23 Oxford United 27 5 9 13 25 35 -10 24
24 Sheff Wed 27 1 8 18 18 54 -36 -7
Athugasemdir
banner
banner