Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   mið 04. desember 2024 18:02
Brynjar Ingi Erluson
Maguire vongóður um nýjan samning
Harry Maguire
Harry Maguire
Mynd: Getty Images
Harry Maguire, varnarmaður Manchester United, er vongóður um að fá nýjan samning hjá félaginu en þetta herma heimildir Daily Mail.

Englendingurinn rennur út á samningi hjá United eftir þetta tímabil en félagið á möguleika á að virkja ákvæði sem framlengir samninginn til 2026.

Maguire, sem er 31 árs, gekk í raðir United árið 2019 fyrir 80 milljónir sem er metfé fyrir varnarmann.

Hann var gerður að fyrirliða United í janúar árið 2020 en bandið var tekið af honum á síðasta ári og Bruno Fernandes gerður að fyrirliða.

Englendingurinn er ekki fastamaður í United. Hann hefur glímt við meiðsli og verið inn og út úr hópnum. Á þessu tímabili hefur hann spilað 10 leiki í öllum keppnum, en þrátt fyrir það er hann samt sagður um vongóður um að fá nýjan samning.

Man Utd er að reyna að framlengja við fleiri leikmenn en Amad Diallo er sagður fremstur í röðinni. Hann hefur staðið sig vel á þessu tímabili, með fimm stoðsendingar og þrjú mörk.

Hann, eins og Maguire, verður samningslaus á næsta ári, en United á einnig möguleika á að framlengja þann samning um annað ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner