Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   mið 04. desember 2024 16:30
Elvar Geir Magnússon
Nýja HM félagsliða í opinni dagskrá um allan heim
Gianni Infantino.
Gianni Infantino.
Mynd: Getty Images
DAZN streymisveitan hefur tryggt sér útsendingaréttinn á HM félagsliða næsta sumar. Allir 63 leikirnir verða sýndir í opinni dagskrá um allan heim.

Búið er að stækka keppnina upp í 32 lið og mun hún fara fram í Bandaríkjunum 15. júní til 13. júlí á næsta ári.

Á morgun verður dregið í keppnina og DAZN sýnir dráttinn, sem fram fer í Miami, í beinni útsendingu.

Tólf félög frá evrópska fótboltasambandinu taka þátt í keppninni. Það eru Real Madrid, Manchester City, Chelsea, Bayern München, PSG, Inter, Porto, Benfica, Borussia Dortmund, Juventus, Atletico Madrid og Red Bull Salzburg.

Breytingin á HM félagsliða er mjög umdeilt en talsverð umræða hefur verið um það gríðarlega leikjaálag sem er á atvinnumönnum í fótbolta og hvernig það er bara að aukast.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner