Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   þri 05. janúar 2021 12:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu markið: Amiri með flottasta mark ársins til þessa
Nadiem Amiri skoraði frábært mark til að koma Bayer Leverkusen yfir er liðið heimsótti Eintracht Frankfurt í þýska boltanum um síðustu helgi.

Amiri skoraði snemma leiks en heimamenn voru snöggir að jafna og gerðu svo sigurmark skömmu eftir leikhlé.

Mark Amiri stendur þó uppúr þar sem hann fékk erfiðan bolta innan vítateigs Frankfurt en náði stjórn á honum með glæsilegum snúningi.

Eftir að hafa náð stjórn á knettinum mætti Amiri markverði Frankfurt. Þýski landsliðsmaðurinn var snöggur að hugsa og kláraði færið með lúmskri hælspyrnu.

Glæsilega gert hjá Amiri og má sjá markið hér að neðan:


Athugasemdir